Uppfæra nafnaþjóna hjá ISNIC vegna „.is“ léna

Uppfæra nafnaþjóna hjá ISNIC vegna „.is“ léna

Warning
Áður en þú fylgir þessum leiðbeiningum viljum við vekja athygli á að við mælum frekar með því að þú gerir okkur að tæknilegum tengilið en þá getum við uppfært þessar stillingar með réttum hætti á réttum tímapunkti. Þessar leiðbeiningar eru því aðeins fyrir þau mjög sjaldgæfu tilfelli þar sem ekki hentar að breyta tæknilegum tengilið.

Innskráning hjá ISNIC
Ef upp koma vandræði við innskráningu getur þú athugað þessar upplýsingar: Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra
  1. Farðu á innskráningarsíðuna hjá ISNIC: https://isnic.is/is/site/login
  2. Skráðu þig inn með notandaeinkenninu þínu (það getur t.d. litið svona út: ABC123)

Breyting á nafnaþjónum

InfoNotes
Nánari leiðbeiningar frá ISNIC má finna á vefnum þeirra: https://isnic.is/is/faq
Warning
Ef þú reynir að framkvæma þessa aðgerð áður en þú hefur samband við okkur mun koma villa í prófunum og ISNIC mun ekki breyta nafnaþjónum. Hafðu því samband við okkur áður en þú færir lénið til okkar með þessum hætti.
Idea
Þú getur í staðinn gert okkur að tæknilegum tengilið og við framkvæmum þessa breytingu fyrir þig:  Breyta tengiliðum hjá ISNIC vegna „.is“ léna

Veldu lén

Breyta einu léni
Breyta nokkrum lénum í einu
Breyta einu léni
  1. Þegar þú hefur skráð þig inn og ert á Mín síða smellir þú á lénið í listanum (eða skiptilykilinn í dálknum Stjórnborð).
  2. Smelltu á takkann Flytja
    selectedImg
Breyta nokkrum lénum í einu
  1. Smelltu á Lén í valmyndinni efst á síðunni og svo Flytja hýsingu léna
    selectedImg
  2. Hakaðu við þau lén sem á að breyta og smelltu á Flytja hýsingu

Veldu nafnaþjóna

Passaðu að takkinn Nafnaþjónar sé valinn og veldu svo TechSupport.is úr listanum. Nafnaþjónar ættu að birtast rétt og engin ástæða að breyta þeim.
Ef allt virðist í lagi má ýta á Áfram og gera prófanir.
Info
Ef upp koma vandræði við prófanir hjá ISNIC skaltu hafa samand við okkur til að leysa úr málinu.

Staðfesta flutning

Ef prófanir heppnast getur tekið hálftíma fyrir breytinguna að fara í gegn hjá ISNIC. Hægt er að fylgjast með stöðu skráningar lénsins með því að fletta lénu upp og endurhlaða síðunni reglulega: https://www.isnic.is/is/whois/search?query=&type=domain

Undir NIC-Auðkenni tengiliða skaltu fylgjast með því að Tæknilegur verði skráður sem TE2590-IS. Þá hefur hefur lénið verið uppfært hjá ISNIC.

Eftir að því er lokið getur tekið allt að sólarhring fyrir breytinguna að verða gilda á öllu Internetinu. Algengast er samt að ferlið taki innan við klukkustund (jafnvel bara nokkrar mínútur). Þannig er alveg viðbúið að vefurinn opnist á fyrri hýsingu í einhvern tíma þrátt fyrir að síðunni sé endurhlaðið nokkrum sinnum.
Info
Ef engin breyting er sjáanleg eftir tvær klukkustundir er hægt að heyra í okkur til að fá aðstoð og við könnum málið með þér.
    • Related Articles

    • Breyta tengiliðum hjá ISNIC vegna „.is“ léna

      Þjónustusíða ISNIC Innskráning hjá ISNIC Ef upp koma vandræði við innskráningu getur þú athugað þessar upplýsingar: Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra Farðu á innskráningarsíðuna hjá ISNIC: https://isnic.is/is/site/login Skráðu þig inn ...
    • Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra

      Leiðbeiningarnar hér að neðan geta breyst án fyrirvara. Ef þessar upplýsingar verða úreltar þá er best að fara beint í hjálparsíðu ISNIC: https://www.isnic.is/is/faq Ég man ekki notandanafnið mitt Til að finna notandanafnið sem hefur réttindi á ...
    • Hvernig skrái ég mig inn í tölvupóstinn?

      Með því að fara inn á http://postur."þitt lén".is færð þú upp tölvupóstinn þinn í vefviðmóti. Til dæmis: http://postur.techsupport.is.        Þá birtist þér þessi gluggi, þar sem þú setur tölvupóstfangið þitt og lykilorð inn. Innskráningar gluggi ...
    • Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?

      Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File.            Þá opnast ...
    • Hvernig get ég séð sameiginlegt pósthólf (shared mailbox) í vefpóstinum?

      Ef þú ert með aðgang að sameiginlega pósthólfi, t.d. example@example.com eða info@example.com þarftu að framkvæma eftirfarandi til að sjá pósthólfið í vefpóstinum. Athugaðu að ef þú setur upp OWA appið í símanum þínum verður pósthólfið í framhaldinu ...