Ef þú varst að fá nýjan notandareikning þá eru þetta leiðbeiningar til að koma þér af stað.
Microsoft Authenticator
Microsoft gerir strangar kröfur um öryggi notandareikninga. Einfaldast er að setja upp Microsoft Authenticator appið í snjalltækið þitt.
Það er stundum hægt að nota önnur auðkenningaröpp, t.d. Google Authenticator. Til einföldunar verður ekki farið yfir það hér hvernig önnur auðkenningaröpp eru notuð.
- Sæktu appið: https://www.microsoft.com/en-us/security/mobile-authenticator-app
- Skráðu þig inn með nýja notandaaðganginum þínum.
- Sennilega þarftu að virkja fjölþátta auðkenningu (multi factor authentication) með kröfu um að nota Microsoft Authenticator sem auðkeninningaraðferð.
Bless, bless lykilorð!
Microsoft Authenticator getur verið sett upp til að einfalda innskráningar. Þú getur m.a.s. sleppt því að slá inn lykilorð hvert sinn sem þú þarft að innskrá þig. Þá einfaldlega samþykkirðu innskráningar í Microsoft Authenticator (eða stundum Outlook appinu í snjalltækinu).
Athugaðu að þetta getur verið háð því hvernig Microsoft 365 umhverfið hjá þínu fyrirtæki er sett upp.
Ef þú getur ekki virkjað þennan möguleika, láttu okkur vita svo hægt sé að bæta honum við.
Outlook
Ef notandareikningurinn þinn styður tölvupóst mælum við með því að nota Outlook appið en ekki innbyggð póstöpp.
Innbyggð póstöpp geta virkað en geta haft takmarkaða eiginleika og einfaldast hefur reynst að nota Outlook appið.
Sæktu app fyrir:
- iPhone í App Store: Microsoft Outlook on the App Store
- Android á Google Play: Microsoft Outlook - Apps on Google Play
Passaðu að setja EKKI inn Microsoft Outlook Lite
Outlook í snjalltækinu getur einnig verið notað til að samþykkja innskráningar, svipað og Microsoft Authenticator appið.
Ef þú vilt setja Outlook upp í tölvu þarftu að hafa sérstakt notandaleyfi fyrir Outlook forritið. Ekki öll notandaleyfi virka með Outlook í tölvu.
Teams