Breyta tengiliðum hjá ISNIC vegna „.is“ léna

Breyta tengiliðum hjá ISNIC vegna „.is“ léna

Þjónustusíða ISNIC

Innskráning hjá ISNIC
Idea
Ef upp koma vandræði við innskráningu getur þú athugað þessar upplýsingar: Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra
  1. Farðu á innskráningarsíðuna hjá ISNIC: https://isnic.is/is/site/login
  2. Skráðu þig inn með notandaeinkenninu þínu (það getur t.d. litið svona út: ABC123)
 
Notes
Almennar leiðbeiningar frá ISNIC má finna á vefnum þeirra: https://isnic.is/is/faq

Skipt um tæknilegan tengilið



Breyta einu léni
Breyta nokkrum lénum í einu
Breyta einu léni
Þegar þú hefur skráð þig inn og ert á Mín síða smellir þú á lénið í listanum (eða skiptilykilinn í dálknum Stjórnborð).
Undir Tengiliðir smellirðu á pennan við Tæknilegur.


Breyta nokkrum lénum í einu
Smelltu á Lén í valmyndinni efst á síðunni og svo Skipta um tengiliði
Hakaðu við þau lén sem á að breyta og farðu svo í næsta skref
 Svo ferð þú neðar á síðuna og undir Tæknilegur tengiliður setur þú TE2590. Aðra reiti má hafa auða til að halda þeim tengiliðum óbreyttum.

Þú ýtir á Áfram til að staðfesta breytinguna en hún getur tekið allt að hálftíma að koma í gegn. Við fáum svo tölvupóst frá ISNIC þegar þetta er frágengið.

Info
Tech Support býður upp á þá þjónustu að sjá til þess að árgjald lénsins sé greitt og sendir þér reikning fyrir því.
Þá er notandaauðkenni TechSupport einnig bætt við Greiðandi.
Tilgangur þjónustunnar er aðeins til að einfalda reiknignamál, þ.e. að fá reikninga frá færri aðilum til þæginda.
Ekki er skylda að nýta þessa þjónustu. Þjónustugjald getur verið innheimt fyrir þessa þjónustu.
Alert
Óska þarf eftir þessari þjónustu fyrirfram.

    • Related Articles

    • Uppfæra nafnaþjóna hjá ISNIC vegna „.is“ léna

      Áður en þú fylgir þessum leiðbeiningum viljum við vekja athygli á að við mælum frekar með því að þú gerir okkur að tæknilegum tengilið en þá getum við uppfært þessar stillingar með réttum hætti á réttum tímapunkti. Þessar leiðbeiningar eru því aðeins ...
    • Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra

      Leiðbeiningarnar hér að neðan geta breyst án fyrirvara. Ef þessar upplýsingar verða úreltar þá er best að fara beint í hjálparsíðu ISNIC: https://www.isnic.is/is/faq Ég man ekki notandanafnið mitt Til að finna notandanafnið sem hefur réttindi á ...
    • Hvernig skrái ég mig inn í tölvupóstinn?

      Með því að fara inn á http://postur."þitt lén".is færð þú upp tölvupóstinn þinn í vefviðmóti. Til dæmis: http://postur.techsupport.is.        Þá birtist þér þessi gluggi, þar sem þú setur tölvupóstfangið þitt og lykilorð inn. Innskráningar gluggi ...
    • Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?

      Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File.            Þá opnast ...
    • Hvernig breyti ég lykilorðið mitt í Office 365?

      Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér að breyta lykilorðinu þínu í Office 365 Farðu á Office.com Skráðu þig inn með því að smella á "Sign in" efst uppi til hægri.         Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu vinnureikning(Work or ...