Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra

Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra

Info
Leiðbeiningarnar hér að neðan geta breyst án fyrirvara. Ef þessar upplýsingar verða úreltar þá er best að fara beint í hjálparsíðu ISNIC: https://www.isnic.is/is/faq

Ég man ekki notandanafnið mitt

Til að finna notandanafnið sem hefur réttindi á léninu er best að fletta því upp hjá ISNIC: https://isnic.is/is/whois/search
Sá notandi sem er listaður sem Rétthafi hefur öll réttindi en Tengiliður rétthafa og Tæknilegur tengiliður geta gert ákveðnar breytingar á léninu. Mjög algengt er að sami notandinn sé með nokkur eða öll hlutverk þarna.
ISNIC er með ítarlegar upplýsingar um réttindi sérhvers tengiliðs: https://isnic.is/is/faq#q7-1
Ef smellt er á notandanafnið þarna er stundum hægt að sjá skráð tölvupóstfang notandareikningsins.

Ég man ekki lykilorðið

Smelltu á Týnt lykilorð, eða fylgdu þessari slóð: https://isnic.is/is/contact/forgot_pass
Þú færð leiðbeiningar frá ISNIC í skráð tölvupóstfang. Ef þú veist ekki hvaða tölvupóstfang er skráð eða ef póstfangið er ekki lengur í gildi þarf að hafa samband við ISNIC. Best er að fylla út viðeigandi form og senda til þeirra: https://isnic.is/is/whois/forms
Idea
Þú getur athugað hvort netfangið fyrir notandann sé opinbert með því að leita að léninu (leit efst á síðunni) og smella á viðeigandi tengilið. Ef um einstaklingsskráningu er að ræða eru þessar upplýsingar almennt ekki opinberar.

Hvað er ISNIC og hvert er þeirra hlutverk varðandi lénið mitt?

ISNIC - Internet á Íslandi hf. hefur yfirumsjón með höfuðléninu IS, þ.e. lénum sem hafa endinguna „.is“.
Þeirra hlutverk er aðeins að sjá til þess að upplýsa Internetið um hvar þitt lén er vistað.
Þegar þú hýsir lénið þitt hjá okkur þarf ISNIC að vísa á okkar netþjón, sem síðan annað hvort hýsir vefsíðuna þína og tölvupóstþjónustu, eða veit hvar það er að finna á Internetinu.
ISNIC hýsir því engar vefsíður eða tölvupóst og þeirra hlutverk er eingöngu skorðað vísa á hýsingarðaila (eða veita mjög einfalda DNS þjónustu).
Til þess að við getum uppfært stillingar fyrir þitt lén og látið ISNIC vísa því á okkar vefhýsingarkerfi þarf að gera okkur að tæknilegum tengilið.
    • Related Articles

    • Breyta tengiliðum hjá ISNIC vegna „.is“ léna

      Þjónustusíða ISNIC Innskráning hjá ISNIC Ef upp koma vandræði við innskráningu getur þú athugað þessar upplýsingar: Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra Farðu á innskráningarsíðuna hjá ISNIC: https://isnic.is/is/site/login Skráðu þig inn ...
    • Uppfæra nafnaþjóna hjá ISNIC vegna „.is“ léna

      Áður en þú fylgir þessum leiðbeiningum viljum við vekja athygli á að við mælum frekar með því að þú gerir okkur að tæknilegum tengilið en þá getum við uppfært þessar stillingar með réttum hætti á réttum tímapunkti. Þessar leiðbeiningar eru því aðeins ...
    • Hverning stofna Google Analytics aðgang og bæta okkur í tengiliði.

      Hverning stofna Google Analytics aðgang og bæta okkur í tengiliði. Stofna Google Analytic aðgang. 1. Fara á https://analytics.google.com/analytics/web og skrá inn með Gmail aðgang fyrirtæksins. Ekki persónlegt Gmail netfangið heldur ...
    • Ég er í nýrri/annari tölvu en venjulega og sé ekki lengur gögnin mín.

      Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér við að spegla þessar möppur sjálf(ur). Sértu í vafa um hvernig þetta sé gert, eða treystir þér ekki til þess EKKI halda áfram. Heyrðu í okkur og við aðstoðum þig! Ef þú ert á vél sem hefur verið standsett af ...
    • Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?

      Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File.            Þá opnast ...