Ég er í nýrri/annari tölvu en venjulega og sé ekki lengur gögnin mín.

Ég er í nýrri/annari tölvu en venjulega og sé ekki lengur gögnin mín.

Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér við að spegla þessar möppur sjálf(ur).
Sértu í vafa um hvernig þetta sé gert, eða treystir þér ekki til þess EKKI halda áfram. Heyrðu í okkur og við aðstoðum þig!

Ef þú ert á vél sem hefur verið standsett af Techsupport þá hafa notandamöppur (Desktop, Documents, Pictures osfrv.)   
verið speglaðar uppí OneDrive. Það þýðir að allt sem þú vistar í tilgreindum möppum vistast sjálfkrafa inná OneDrive 
og er aðgengilegar þar burt séð frá tölvunni sem notandinn vinnur á.  
     
Stundum kemur upp sú staða að starfsmaður skiptir um tölvu sökum aðstæðna eða fær nýja vél til notkunar. 
Þá er gott að endurspegla þessar möppur. Við það flytjast öll gögn sjálfkrafa í nýju tölvuna og á rétta staði.
Þetta kemur í veg fyrir hefbundinn gagnafluttning sem getur verið tímafrekur.


      Gagnaspeglun fer alltaf fram með hefbundnum hætti og er alltaf framkvæmd á sama stað burt séð frá starfsmanni eða deildar.
      Hver starfsmaður fær " sitt svæði " inná OneDrive. Athugaðu að enginn nema þú hefur aðgang að þínu svæði.
      Til að nálgast þitt svæði opnaru " File Explorer " glugga með því að ýta á gulu möppuna í "task bar"-num hjá þér.



      því næst smelliru á OneDrive táknið í valmyndinni til vinstri.   
  


      Þú getur líka fundið OneDrive svæðið þitt með því að nota eftirfarandi slóð í strenginn inní File Explorer glugganum. (Sjá mynd)
      "C:\users\%userprofile%\OneDrive"



      Á þínu svæði hafi tölvan þín verið uppsett eða uppfærð af Techsupport finnurðu möppu sem heitir " UserData ".
      Þessi mappa er notuð til vistunar á möppum og gögnum sem eru speglaðar uppí onedrive.
  1.       Opnaðu þessa möppu. 
      Ef þú smellir á slóðarstrenginn inní File Explorer glugganum sérðu slóðina að þessari möppu.
      Hún ætti að vera "C:\Users\"notandanafn"\OneDrive\UserData"
                                     Athugið! Ekki afrita slóðina fyrir ofan, finndu rétta slóð í tölvunni þinni.

  1.      Afritaðu slóðina í strengnum.
      Því næst ýtirðu á "This PC" í valmyndinni til vinstri í File Explorer glugganum.



      Nú ættirðu að sjá glugga með notandamöppunum og harðadisknum.



      Til þess að spegla möppurnar í OneDrive þarftu að hægri smella á hverja möppur fyrir sig.


  1. Smelltu á "Properties".
      Nú opnast lítill gluggi. Efst í þessum glugga eru flipar sem innihalda alskonar upplýsingar um möppuna.


  1. Smelltu á "Location".
      Nú tekurðu slóðina sem þú afritaðir áðan og límir í strenginn undir " location " flipanum.
      Þar sem um " Desktop " möppuna er að ræða ætti slóðin að líta svona út
      C:\Users\"notandanafn"\OneDrive\UserData\Desktop



      Endurtaktu þessi skref fyrir restina af möppunum. 
Athugið! Passaðu að slóðin sé rétt sem er límd í strenginn undir location flipanum. Það er mjög mikilvægt.


    • Related Articles

    • Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra

      Leiðbeiningarnar hér að neðan geta breyst án fyrirvara. Ef þessar upplýsingar verða úreltar þá er best að fara beint í hjálparsíðu ISNIC: https://www.isnic.is/is/faq Ég man ekki notandanafnið mitt Til að finna notandanafnið sem hefur réttindi á ...
    • Hvernig breyti ég lykilorðinu mínu á vefpóstinum?

      Við mælum með því að þú breytir lykilorðinu á póstinum þínum reglulega og að þú breytir því strax eftir stofnun pósthólfsins. Það er sem betur fer ekki mjög flókin aðgerð. Fylgdu bara þessum skrefum: Fyrst skráir þú þig inn á vefpóstinn. Næst velur ...
    • Hvernig breyti ég lykilorðið mitt í Office 365?

      Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér að breyta lykilorðinu þínu í Office 365 Farðu á Office.com Skráðu þig inn með því að smella á "Sign in" efst uppi til hægri.         Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu vinnureikning(Work or ...
    • Hvernig opna ég sameiginlegt pósthólf í vafra ?

      Farið er á slóðina outlook.office.com í vafra að eigin vali (Google Chrome, Edge, Firefox osfr.) Þar skráir þú þig inn með þínum notendareikningi. Þegar þangað er komið er smellt á notandann efst í hægra horninu (hringinn) og smellt á "Open another ...
    • Hverning stofna Google Analytics aðgang og bæta okkur í tengiliði.

      Hverning stofna Google Analytics aðgang og bæta okkur í tengiliði. Stofna Google Analytic aðgang. 1. Fara á https://analytics.google.com/analytics/web og skrá inn með Gmail aðgang fyrirtæksins. Ekki persónlegt Gmail netfangið heldur ...