Hvaða stillingar nota ég fyrir póstforritið mitt?
Þessar leiðbeiningar eru fyrir TechSupport tölvupóst.
Í stuttu máli
Ef þú þarft bara að sjá stillingarnar, þá eru þær hér (nánari leiðbeiningar neðar):
IMAP stillingar:
- Póstþjónn: mail.techsupport.is
- Öryggi: SSL (ekki velja að samþykkja öll skírteini)
- Port: 993
SMTP stillingar:
- Póstþjónn: mail.techsupport.is
- Öryggi: SSL (ekki velja að samþykkja öll skírteini)
- Port: 465
Nánari upplýsingar
Þetta eru almennar upplýsingar hvernig þú getir bætt póstinum í póstforrit í tölvum og snjalltækjum. Athugaðu að sum póstforrit leyfa þér að stila póstinn með því einu að fá póstfang og lykilorð en önnur þurfa ítarlegri stillingar.
POP eða IMAP?
Einfalt svar: Best er að nota IMAP.
Tæknilegri skýring: POP tæknin sækir póstana frá póstþjóninum inn í póstforritið og eyðir þeim af póstþjóninum. Þetta er í raun bara gömul tækni og á sjaldan við í dag.
IMAP tæknin hins vegar samþættar (sync) póstinn í póstforritinu við póstinn á vefþjóninum. Þá verður pósturinn eftir á póstþjóninum og hægt að nálgast hann í vefpósti líka. Einnig er hægt að sjá hvaða póstar hafa verið lesnir á öðrum tækjum (t.d. ef póstur er skoðaður í síma er hann merktur þannig í vefpósti líka) og ef pósti er eytt í forriti þá eyðist hann líka á vefþjóninum. Þetta er sú hegðun sem er lang algengust.
Stillingar
Mörg póstforrit munu sækja stililngarnar á eigin spýtur þannig þú þarft oft bara að setja inn netfangið og lykilorðið.
Póstforrit eru mismunandi en oftast þarf að bæta við reikningi (add account), setja inn netfangið og svo lykilorð þegar beðið er um það.
Stundum þarf hins vegar að tilgreina hvernig póstkerfi um ræðir og þá skal velja IMAP ef það er í boði. Algengt er að póstforritin listi upp ýmis póstkerfi til að tengjast og þá þarf að velja „aðra póstþjónustu“ eða eitthvað í þá veruna.
Innbyggð póstöpp í snjalltækjum virðast sjaldnar geta gert þetta sjálfvirkt.
Ef þú þarft að setja inn stillingar handvirkt þá eru þær leiðbeiningar hér neðar.
IMAP stillingar:
- Póstþjónn: mail.techsupport.is
- Öryggi: SSL (ekki velja að samþykkja öll skírteini)
- Port: 993
SMTP stillingar:
- Póstþjónn: mail.techsupport.is
- Öryggi: SSL (ekki velja að samþykkja öll skírteini)
- Port: 465
Þótt við mælum með að nota IMAP og mælum ekki með því að nota POP þá eru stillingarnar hér, ef þú hefur sérstaka ástæðu að nota það frekar.
POP3 stillingar:
- Póstþjónn: mail.techsupport.is
- Öryggi: SSL (ekki velja að samþykkja öll skírteini)
- Port: 995
Related Articles
Ég man ekki lykilorðið mitt. Get ég endurstillt það á eigin spýtur?
Í flestum tilfellum getur þú endursett þitt eigið lykilorð í Office 365. Það fer þó eftir uppsetningu á þínu kerfi. Fylgdu þessari slóð: https://passwordreset.microsoftonline.com/ Þar eru leiðbeiningar sem þú fylgir. Hafðu samband við okkur í ...
Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?
Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File. Þá opnast ...
Hvernig breyti ég lykilorðinu mínu á vefpóstinum?
Við mælum með því að þú breytir lykilorðinu á póstinum þínum reglulega og að þú breytir því strax eftir stofnun pósthólfsins. Það er sem betur fer ekki mjög flókin aðgerð. Fylgdu bara þessum skrefum: Fyrst skráir þú þig inn á vefpóstinn. Næst velur ...
Spurt og svarað um ISNIC og þjónustuvefinn þeirra
Leiðbeiningarnar hér að neðan geta breyst án fyrirvara. Ef þessar upplýsingar verða úreltar þá er best að fara beint í hjálparsíðu ISNIC: https://www.isnic.is/is/faq Ég man ekki notandanafnið mitt Til að finna notandanafnið sem hefur réttindi á ...
Ég er í nýrri/annari tölvu en venjulega og sé ekki lengur gögnin mín.
Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér við að spegla þessar möppur sjálf(ur). Sértu í vafa um hvernig þetta sé gert, eða treystir þér ekki til þess EKKI halda áfram. Heyrðu í okkur og við aðstoðum þig! Ef þú ert á vél sem hefur verið standsett af ...