- Skráðu þig inn á vefpóstinn með póstfanginu þínu.
- Ef þú sérð þessa valdmynd á vinstri hlið skaltu velja More
- Þá sérðu lista yfir möppur í póstinum og þar á meðal er nafnið þitt. Hægrismelltu á nafnið og veldu Add shared folder...
Þá birtist gluggi á skjánum með textareit. Þar skaltu skrifa tölvupóstfangið sem þú vilt bæta við. Eftir að hafa slegið inn fyrstu stafina ætti pósthólfið að birtast og þá smellirðu einfaldlega á það og ýtir á Add.
- Nú er pósthólfið komið í listann á vinstri hlið gluggans. Þú getur núna séð pósta sem koma í það pósthólf og breytingar sem þú gerir (t.d. færir pósta í undirmöppur) uppfærast sjálfkrafa hjá öllum.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum skaltu ekki hika við að senda okkur póst á
hjalp@techsupport.is eða hringja í 528-0000.