Hvernig get ég séð sameiginlegt pósthólf (shared mailbox) í vefpóstinum?

Hvernig get ég séð sameiginlegt pósthólf (shared mailbox) í vefpóstinum?

Ef þú ert með aðgang að sameiginlega pósthólfi, t.d. example@example.com eða info@example.com þarftu að framkvæma eftirfarandi til að sjá pósthólfið í vefpóstinum. Athugaðu að ef þú setur upp OWA appið í símanum þínum verður pósthólfið í framhaldinu aðgengilegt þar líka.
  1. Skráðu þig inn á vefpóstinn með póstfanginu þínu.
  2. Ef þú sérð þessa valdmynd á vinstri hlið skaltu velja Moreimage
  3. Þá sérðu lista yfir möppur í póstinum og þar á meðal er nafnið þitt. Hægrismelltu á nafnið og veldu Add shared folder...image
  4. Þá birtist gluggi á skjánum með textareit. Þar skaltu skrifa tölvupóstfangið sem þú vilt bæta við. Eftir að hafa slegið inn fyrstu stafina ætti pósthólfið að birtast og þá smellirðu einfaldlega á það og ýtir á Add.
    image
  5. Nú er pósthólfið komið í listann á vinstri hlið gluggans. Þú getur núna séð pósta sem koma í það pósthólf og breytingar sem þú gerir (t.d. færir pósta í undirmöppur) uppfærast sjálfkrafa hjá öllum.
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum skaltu ekki hika við að senda okkur póst á hjalp@techsupport.is eða hringja í 528-0000.

    • Related Articles

    • Hvernig opna ég sameiginlegt pósthólf í vafra ?

      Farið er á slóðina outlook.office.com í vafra að eigin vali (Google Chrome, Edge, Firefox osfr.) Þar skráir þú þig inn með þínum notendareikningi. Þegar þangað er komið er smellt á notandann efst í hægra horninu (hringinn) og smellt á "Open another ...
    • Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?

      Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File.            Þá opnast ...
    • Hvernig endurset ég lykilorðið mitt í Office 365

      Til að endursetja lykilorð þarf að fara í gegnum einfalt ferli: Farðu á office.com Skráðu þig inn með því að smella á Sign inn (uppi í hægra horninu) Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu Vinnureikning (Work or School account).  ...
    • Hvernig breyti ég lykilorðið mitt í Office 365?

      Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér að breyta lykilorðinu þínu í Office 365 Farðu á Office.com Skráðu þig inn með því að smella á "Sign in" efst uppi til hægri.         Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu vinnureikning(Work or ...
    • Get ég endurstillt Office 365 sjálf(ur)?

            Ef lykilorð gleymist eða glatast er í flestum tifellum hægt að endursetja það sjálfur.       Það veltur hinsvegar á skilmálum þíns fyrirtækis.             Eftirfarandi slóð vísar þér á síðu hjá microsoft sem býður þér á að endursetja lykilorðið ...