Hvernig breyti ég lykilorðið mitt í Office 365?
Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér að breyta lykilorðinu þínu í Office 365
- Farðu á Office.com
- Skráðu þig inn með því að smella á "Sign in" efst uppi til hægri.
Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu vinnureikning(Work or School account).
3. Smelltu á tannhjólið í stikunni efst uppi til hægri.
4. Veldu "
Change your password" undir liðnum Password í valmyndinni til hægri. (Sjá mynd 1.3)
Ef þú færð meldingu á skjáinn sem segir að þú getir ekki breytt lykilorðinu, hafðu samband við okkur: hjalp@techsupport.is
5. Skráðu fyrst gamla lykilorðið og því næst velurðu þér nýtt lykilorð sem
þú þarft að skrifa tvisvar til staðfestingar um breytingu. Athugaðu að nýtt lykilorð þarf
að uppfylla lágmarksskylirði um lengd og flækjustig.
Eftir breytingu á lykilorði má búast við að þær þjónustur sem þú notar í Office365 eins og Outlook, Teams ofl.
munu biðja þig um endurinnskráningu. Þá notarðu nýja lykilorðið sem þú valdir þér.
Í þeim tilfellum er notandi skráir sig inní tölvuna sína með póstfangi þarf notandi nú að nota nýja lykilorðið sitt.
(Athugið þetta á einungis við í þeim fyrirtækjum sem notast við skýjaþjónustur Office 365).
Hér má sjá nánaru upplýsingar um endursetningu lykilorða, á ensku, í myndbandi frá Microsoft.
Í þeim tilfellum sem lykilorð notanda er tengt staðværu Active Directory kerfi
þarf stundum að endursetja lykilorðið á tölvu notanda á vinnustað.
Settu þig í samband við okkur ef þú ert í vafa (það kemur þá í ljós í skrefi 5 hér fyrir ofan):
hjalp@techsupport.is
Related Articles
Hvernig endurset ég lykilorðið mitt í Office 365
Til að endursetja lykilorð þarf að fara í gegnum einfalt ferli: Farðu á office.com Skráðu þig inn með því að smella á Sign inn (uppi í hægra horninu) Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu Vinnureikning (Work or School account). ...
Get ég endurstillt Office 365 sjálf(ur)?
Ef lykilorð gleymist eða glatast er í flestum tifellum hægt að endursetja það sjálfur. Það veltur hinsvegar á skilmálum þíns fyrirtækis. Eftirfarandi slóð vísar þér á síðu hjá microsoft sem býður þér á að endursetja lykilorðið ...
Hvernig breyti ég lykilorðinu mínu á vefpóstinum?
Við mælum með því að þú breytir lykilorðinu á póstinum þínum reglulega og að þú breytir því strax eftir stofnun pósthólfsins. Það er sem betur fer ekki mjög flókin aðgerð. Fylgdu bara þessum skrefum: Fyrst skráir þú þig inn á vefpóstinn. Næst velur ...
Ég man ekki lykilorðið mitt. Get ég endurstillt það á eigin spýtur?
Í flestum tilfellum getur þú endursett þitt eigið lykilorð í Office 365. Það fer þó eftir uppsetningu á þínu kerfi. Fylgdu þessari slóð: https://passwordreset.microsoftonline.com/ Þar eru leiðbeiningar sem þú fylgir. Hafðu samband við okkur í ...
Hvernig bæti ég við pósthólfi í Outlook?
Outlook býður uppá að hafa fleirri en eitt pósthólf aðgengilegt í einu. Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að bæta við öðru pósthólfi. 1. Opnaði Outlook póstforritið. 2. Efst uppi í vinstra horni gluggans er ýtt á File. Þá opnast ...