Hvernig endurset ég lykilorðið mitt í Office 365

Hvernig endurset ég lykilorðið mitt í Office 365

Til að endursetja lykilorð þarf að fara í gegnum einfalt ferli:
  1. Farðu á office.com
  2. Skráðu þig inn með því að smella á Sign inn (uppi í hægra horninu)image
  3. Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu Vinnureikning (Work or School account). image
  4. Smelltu á tannhjólið í stikunni uppi (tannhjól). 
  5. Veldu Password í valmyndinni sem birtist hægra megin. 
    image
    Ef þú færð meldingu á skjáinn sem segir að þú getir ekki breytt lykilorðinu, hafðu samband við okkur: hjalp@techsupport.is
  6. Skráðu gamla lykilorðið og veldu þér nýtt. Athugaðu að í flestum tilfellum þarf lykilorðið að uppfylla lágmarksskilyrði um lengd og flækjustig.image
Eftir breytinguna máttu búast við að póstforritin þín biðji þig um nýja lykilorðið, t.d. Outlook og póstforrit í snjalltækjunum þínum. Þá notarðu nýja lykilorðið þitt.
Í sumum tilfellum eru tölvur tengdar beint við lykilorðið svo þú gætir þurft að nota nýja lykilorðið á tölvunni þinni (þetta er mismunandi eftir uppsetningu hjá þínu fyrirtæki).
Nánar má sjá upplýsingar um endursetningu lykilorða, á ensku, á vefsvæði Microsoft: https://support.office.com/en-us/article/Change-my-password-in-Office-365-for-business-d1efbaee-63a7-4c08-ab1d-71bf932bbb5d
Í þeim tilfellum sem lykilorð notanda er tengt staðværu Active Directory kerfi þarf stundum að endursetja lykilorðið á tölvu notanda á vinnustað. Settu þig í samband við okkur ef þú ert í vafa (það kemur þá í ljós í skrefi 6 hér fyrir ofan): hjalp@techsupport.is

    • Related Articles

    • Hvernig breyti ég lykilorðið mitt í Office 365?

      Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa þér að breyta lykilorðinu þínu í Office 365 Farðu á Office.com Skráðu þig inn með því að smella á "Sign in" efst uppi til hægri.         Ef þú þarft að velja um Vinnu eða Einkareikning, veldu vinnureikning(Work or ...
    • Ég man ekki lykilorðið mitt. Get ég endurstillt það á eigin spýtur?

      Í flestum tilfellum getur þú endursett þitt eigið lykilorð í Office 365. Það fer þó eftir uppsetningu á þínu kerfi. Fylgdu þessari slóð: https://passwordreset.microsoftonline.com/ Þar eru leiðbeiningar sem þú fylgir. Hafðu samband við okkur í ...
    • Get ég endurstillt Office 365 sjálf(ur)?

            Ef lykilorð gleymist eða glatast er í flestum tifellum hægt að endursetja það sjálfur.       Það veltur hinsvegar á skilmálum þíns fyrirtækis.             Eftirfarandi slóð vísar þér á síðu hjá microsoft sem býður þér á að endursetja lykilorðið ...
    • Hvernig breyti ég lykilorðinu mínu á vefpóstinum?

      Við mælum með því að þú breytir lykilorðinu á póstinum þínum reglulega og að þú breytir því strax eftir stofnun pósthólfsins. Það er sem betur fer ekki mjög flókin aðgerð. Fylgdu bara þessum skrefum: Fyrst skráir þú þig inn á vefpóstinn. Næst velur ...
    • Hvernig get ég séð sameiginlegt pósthólf (shared mailbox) í vefpóstinum?

      Ef þú ert með aðgang að sameiginlega pósthólfi, t.d. example@example.com eða info@example.com þarftu að framkvæma eftirfarandi til að sjá pósthólfið í vefpóstinum. Athugaðu að ef þú setur upp OWA appið í símanum þínum verður pósthólfið í framhaldinu ...