Ef lykilorð gleymist eða glatast er í flestum tifellum hægt að endursetja það sjálfur.
Það veltur hinsvegar á skilmálum þíns fyrirtækis.
Eftirfarandi slóð vísar þér á síðu hjá microsoft sem býður þér á að endursetja lykilorðið þitt.
Þar eru leiðbeiningar sem þú fylgir.
Athugaðu að af öryggisástæðum eru lykilorð ekki endursett af okkur nema við séum í beinu sambandi við þig eða tengilið þíns fyrirtækis
Eftir breytingu á lykilorði má búast við að þær þjónustur sem þú notar í Office365 eins og Outlook, Teams ofl.
munu biðja þig um endurinnskráningu. Þá notarðu nýja lykilorðið sem þú valdir þér.
Í þeim tilfellum er notandi skráir sig inní tölvuna sína með póstfangi þarf notandi nú að nota nýja lykilorðið sitt.
(Athugið þetta á einungis við í þeim fyrirtækjum sem notast við skýjaþjónustur Office 365).
Ef þú ert með pósthólfið þitt tengt í Outlook mun forritið skjóta upp glugga fljótlega og óska eftir nýja lykilorðinu. Mundu þá að haka í reitinn sem leyfir Outlook að geyma lykilorðið, ef þú vilt sleppa við þann glugga aftur.